FH Frjálsar
  • Heim
Picture
Bikarkeppni FRÍ 15 ára og yngri í frjálsum íþróttum fór fram á Varmárvelli Mosfellsbæ sunnudaginn 24. ágúst sl. FH stúlkur urðu bikarmeistarar 15 ára og yngri eftir harða keppni við stúlknalið ÍR. Stúlkurnar vörðu titil sinn frá síðasta ári. Helstu úrslit urðu þau að Guðbjörg Bjarkadóttir sigraði í 80m grindahlaupi á tímanum 13,02 sek og í 100m hlaupi á tímanum 12,96 sek , Þórdís Eva Steinsdóttir sigraði í langstökki stökk 5,19m og í 400m hlaupi á tímanum 56,48 sek, Guðný Sigurðardóttir varð önnur í kúluvarpi varpaði 10,62m og þriðja í kringlukasti kastaði 29,08m, Matthildur Dís Sigurjónsdóttir varð þriðja í spjótkasti kastaði 29,55m, Steinunn Bára Birgisdóttir varð þriðja í 1500m hlaupi á tímanum 5:33,88 mín, stúlkurnar sigruðu í 1000m boðhlaupi á nýju Íslandsmeti í flokki 15 ára stúlkna 2:20,32 mín og urðu tæpum 10 sek á undan næstu sveit. Sveitina skipuðu þær Mist Tinganelli, Hilda Steinunn Egilsdóttir, Guðbjörg Bjarkadóttir og Þórdís Eva Steinsdóttir.  Hjá strákunum var keppnin mjög hörð og jöfn og var aðeins eitt stig á milli liðanna  í þriðja til fimmta sæti. FH strákar enduðu í 5. sæti. Helstu úrslit urðu þau að Mímir Sigurðsson sigraði í kringlukasti með miklum yfirburðum kastaði 50,24m, og varð annar í kúluvarpi varpaði 12,62m , Örvar Eggertsson varð annar í spjótkasti kastaði 47,0m, Hinrik Snær Steinsson varð þriðji í 400m hlaupi á tímanum 58,0 sek. Sameiginlegt lið stúlkna og stráka endaði í 2. sæti.


Powered by Create your own unique website with customizable templates.