FH Frjálsar
  • Heim

17 júní mót FH

Picture
17.06.2015
Í dag var 17 júní mót FH haldið í frjálsíþróttahöllini í Kaplakrika. Góð þátttaka var á mótinu og má nálgast úrslit með því að smella hér


FH-ingar á Smáþjóðaleikunum 

07.06.2015
Fimmtán FH-ingar kepptu á Smáþjóðaleikunum sem fram fóru dagana 1-6. júní á Laugardalsvelli. Veðrið hafði talsverð áhrif á árangur keppenda þar sem mikið rok var fyrsta keppnisdaginn og lofthiti ekki mikill alla dagana. Þrátt fyrir það sýndu FH-ingarnir að æfingar undanfarna mánuði eru að skila sér og stóðu allir keppendur undir þeim væntingum sem gerðar voru til þeirra.  Fjórir FH-ingar stóðu uppi sem sigurvegarar í sínum greinum, fjórir nældu sér í silfurverðlaun, og  fjórir urðu í 3. sæti, auk þess sem tveir, Arna Stefanía og Stefán Velemir náðu lágmarki á EM U23. Eftirfarandi kepptu á mótinu:
Lesa meira

Hilmar Örn með aldursflokkamet í sleggjukasti á FH Throwing Invitational

Picture
07.06.2015
Dagana 3. og 5. júní fór fram í Kaplakrika FH Throwing Invitational. Á mótinu bætti Hilmar ÖrnJónsson FH eigið aldursflokkamet í sleggjukasti með 6 kg sleggju í flokki 18-19 ára þegar hann kastaði kastaði sleggjunni 78,09m sem er aðeins rúmum 20sm frá Norðurlandametinu í þessum flokki. Kastsería Hilmars var eftirfarandi (75,47-78,07-76,49-77,61-x-77,22). Eldra metið átti Hilmar sjálfur en það var 77,54m. Í sleggjukasti kvenna sigraði Vigdís Jónsdóttir með 56,48 m, önnur var Eir Starradóttir UMSE með 49,58 m sem er persónuleg bæting og lyftir henna í 6. sæti á afrekaskrá FRI í kvennaflokki.
Í kringlukasti kvenna sigraði Kristín Karlsdóttir FH með kasti upp á 40,03m sem er persónuleg bæting. Í stangarstökki kvenna sem fram fór í frjálsíþróttahöllinni sigraði Hulda Þorsteinsdóttir ÍR með stökki upp á 4,10m sem er persónuleg bæting og þriðji besti árangur íslenskrar konu.Í kúluvarpi karla sigraði Smáþjóðaleikameistarinn Bob Bertemes Luxemborg  þegar hann varpaði kúlunni 19,35m, sem er þónokkuð lengra en sigurkast hans á Smáþjóðaleikunum
Nánari úrslit frá mótinu má finna í mótaforriti FRI: http://mot.fri.is/cgi-bin/Decathlon.exe?-
Burslitinpublic%20-u1001


Aldursflokkamet í stangarstökki í flokki 13 ára stúlkna

07.06.2015
Þann 31. maí sl. fór fram keppni í stangarstökki kvenna í frjálsíþróttahöllinni í Kaplakrika. Thelma Rós Hálfdánardóttir FH gerði sér lítið fyrir og bætti aldursflokkametið í flokki 13 ára stúlkna með stökki upp á 2,61m sem hún fór yfir í fyrstu tilraun. Fyrra metið átti  Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir HSK og var það 2,50m. FH óskar Thelmu Rós til hamingju með metið.

Góður árangur á MÍ í fjölþrautum í Kaplakrika og Íslandsmet í sleggjukasti kvenna

24.05.2015
Um helgina fór fram Meistaramót Íslands í fjölþrautum í Kaplakrika. Mótið markaðist svolítið af því hversu snemma sumars það fór fram að þessu sinni og eins að á næstu dögum fara fram Smáþjóðaleikar.
Í fimmtaþraut 15 ára pilta sigraði Raguel Pino Alexandersson UFA með 2.553 stig sem er nýtt Íslandsmet í flokki 14 ára og 15 ára. Í sjöþraut kvenna sigraði Sandra Eiríksdóttir ÍR með  3.556 stig. Í sjöþraut stúlkna 17-18 ára sigraði Sara Hlín Jóhannsdóttir Breiðablik með 3.624 stig. 
Í tugþraut karla sigraði Árni Björn Höskuldsson FH með 5.468 stig. Í flokki 18-19 ára sigraði Tristan Freyr Jónsson ÍR með 6.962, 2. varð Ari Sigþór Eiríksson Breiðablik með 5.113 stig og 3. Jón Gunnar Björnsson ÍR með 5.099 stig. Með árangrinum náði Tristan Freyr lágmarki á EM 19 ára og yngri sem fram fer í Svíþjóð í júlí. Í þrautinni náði Tristan mjög góðum árangri í langstökki þegar hann stökk 7,12m í löglegum vindi. í flokki 16-17 ára sigraði Guðmundur Smári Daníelsson UMSE með 6.094 stig, 2. varð Guðmundur Karl Úlfarsson Ármanni með 5.748 stig og 3. Gunnar Eyjólfsson UFA með 5.197 stig. 
Mikið var um bætingar í einstaka greinum hjá keppendum sem og í samanlögðum árangri og verður gaman að fylgjast með þessum ungu og efnilegu íþróttamönnum í framtíðinni.
Samhliða Meistaramótinu fór fram keppni í sleggjukasti karla og kvenna. Í kvennaflokki þríbætti Vigdís Jónsdóttir FH Íslandsmet sitt þegar hún kastaði lengst 58,43m, 2. varð Eir Starradóttir UMSE með 45,88m. Í karlaflokki bætti Vilhjálmur Árni Garðarsson FH sinn persónulega árangur þegar hann kastaði sleggjunni 55,91m sem lyftir honum upp í 8. sætið á afrekaskrá FRI frá upphafi.


Góður árangur á 6. Coca Cola móti FH utanhúss

Picture
10.05.2015
Í gær fór fram í Kaplakrika 6. Coca Cola mót FH utanhúss og var mótið fyrsta mót vorsins þar sem keppt var í hlaupagreinum. Mjög góður árangur náðist í mörgum greinum og ber þar hæst árangur í sleggjukasti 18-19 ára þar sem Hilmar Örn Jónsson FH kastaði 76,53m sem setur hann í 4. sæti á heims- og Evrópulista í þeirri grein. Arna Stefanía Guðmundsdóttir FH náði einnig mjög góðum árangri í 400m grindahlaupi þegar hún hljóp á 61,30s sem setur hana í 8. sæti á afrekaskrá FRI frá upphafi í greininni. Árangurinn er athyglisverður þar sem þetta er í fyrsta sinn sem Arna Stefanía keppir í þessari grein. Í 400m grindahlaupi karla hljóp Kormákur Ari Hafliðason FH á tímanum 58,20s. Í sleggjukasti karla sigraði Vilhjálmur Árni Garðarsson FH með 52,12m og í kringlukast Örn Davíðsson FH með 45,08m. Í 100m hlaupi karla var vindur aðeins og mikill eða 2,5m/s en en þar hljóp Ari Bragi Kárason FH á 10,76s og Juan Ramon Borges Bosque FH á 10,95s sem lofar góðu fyrir sumarið. Í spjótkasti kvenna kastaði María Rún Gunnlaugsdóttir Á 43,99m, Thea Imani Sturludóttir FH varð önnur með 42,12m og þriðja Ingibjörg Arngrímsdóttir FH með 38,80m. Í spjótkasti áttu Sindri Hrafn Guðmundsson Breiðabliki og Dagbjartur Daði Jónsson ÍR átti frábær köst en því miður var spjótið sem þeir lögðu sjálfir til keppninnar ekki löglegt og því fæst árangurinn ekki staðfestur, en greinilegt er að Dagbjartur Daði er í mikilli framför og verður spennandi að fylgjast með spjótkösturunum í sumar.
Nánari úrslit má finna hér: http://mot.fri.is/cgi-bin/ibmot/timesedillib2451.htm



Vigdís með íslandsmet í sleggjukasti á Coca Cola móti í Kaplakrika

Picture
04.05.2015
Í dag fóru fram Coca Cola mót FH utan- og innanhúss. Í sleggjukasti kvenna sigraði Vigdís Jónsdóttir FH þegar hún kastaði í fyrstu umferð 57,06m sem er nýtt íslandsmet og bæting á gamla metinu um 1,65, önnur var Ingibjörg Patricia Magnúsdóttir FH með kast upp á 27,22 mg (persónuleg bæting). Í sleggjukasti pilta 18-19 ára (6kg) sigraði Hilmar Örn Jónsson FH með kast upp á 75,28m og í sleggjukasti karla sigraði Vilhjálmur Árni Garðarsson FH með 53,04 (persónulegt bæting). Í kringlukasti karla sigraði Guðni Valur Guðnason ÍR með 55,61m og hefur Guðni Valur því bætt persónulegan árangur sinn um 2,36m á nokkrum dögum, annar var Hilmar Örn Jónsson FH með 47,40m (persónulegt met) og þriðji Ásgeir Bjarnason FH með 45,30m. Í kringlukasti kvenna sigraði Kristín karlsdóttir FH með enn eina persónulegu bætinguna þegar hún kastaði 39,71m. Kúluvarpskeppnin fór fram í frjálsíþróttahöllinni. Í kúluvarpi karla sigraði Stefán Velemir með kast upp á 17,10m, annar var Sindri Lárusson ÍR með 16,52m (persónuleg bæting), þriðji Ásgeir Bjarnason FH með 15,62m og fjórði Orri Davíðsson Ármanni með 14,60m (persónuleg bæting). Í kúluvarpi kvenna sigraði Eyrún Halla Einarsdóttir Selfossi með 11.10 (persónuleg bæting), önnur var Kristín Karlsdóttir FH með 10,89m og þriðja Guðný Sigurðardóttir FH með 10,46m.

Árangurinn í Kaplakrika sýnir enn og aftur að kastararnir eru í mjög góðu formi í upphafi keppnistímabilsins og því má búast við enn frekari bætingum á kastmótum sumarsins.

Nánari úrslit má finna hér: http://mot.fri.is/cgi-bin/ibmot/urslitib2447D1.htm og http://mot.fri.is/cgi-bin/ibmot/timesedillib2448.htm

Mynd með frétt: Vigdís Jónsdóttir



Góður árangur í kúluvarpi í Kaplakrika – Stefán Velemir nálgast met Óðins Björns í flokki 20-22 ára

Picture
20.4.2015
Mjög góður árangur náðist á 6. Coca Cola móti FH innanhúss sem fram fór í Kaplakrika í kvöld. Stefán Velemir FH bætti viku gamlan árangur sinn um 30 cm þegar hann varpaði kúlunni 17,24m sem er aðeins 6cm frá meti Óðins Björns í flokki 20-22 ára frá árinu 2002. Með árangrinum færist Stefán enn ofar á afrekaskránni og er nú kominn í 9. sæti frá upphafi. Annar varð Ásgeir Bjarnason FH með 15,27m og þriðji Orri Davíðsson Á með 14,40m sem einnig er persónuleg bæting.
Í kúluvarpi kvenna sigraði Ingibjörg Arngrímsdóttir FH með 11,50m, önnur var Guðný Sigurðardóttir FH með 10,10m og þriðja Hulda Sigurjónsdóttir Íþróttafélaginu Suðra með 9,27m. Sl. laugardag fór fram 3. Coca Cola mót FH utanhúss. Í sleggjukasti kvenna bætti Eir Starradóttir UMSE persónulegan árangur með kasti upp á 46,69m. Í kringlukasti karla bætti hinn 16 ára gamli Mímir Sigurðsson FH sinn besta árangur þegar hann kastaði 35,18m. Í kringlukasti kvenna sigraði Kristín Karlsdóttir FH með 37,35m.



Stórgóðar bætingar á Coca-Cola móti FH

Picture
14.4.2015
Coca-Cola mót fór fram í Kaplakrika í gærkvöldi. Keppt var í kringlukasti karla og kvenna utanhúss og kúluvarpi karla og kvenna innanhúss. Mikil eftirvænting var meðal keppenda þar sem æfingar undanfarnar vikur hafa gengið einstaklega vel og kastararnir eru vel stemmdir. Í kringlukasti kvenna sigraði Kristín Karlsdóttir FH með 39,14m sem er bæting um 2,96m. Önnur var Eir Starradóttir UMSE með 25,59m og þriðja Vigdís Jónsdóttir FH með 25,11m. Í kringlukasti karla sigraði Hákon Ingi Haraldsson FH með 36,38m sem er persónuleg bæting. Mímir Sigurðsson FH gerði sitt eina kast ógilt. Aðstæður til kringlukasts voru ekki upp á marga fiska þar sem kalt var í veðri og gekk á með skúrum, svo að hætta þurfti keppni í kringlukasti karla eftir aðeins eina umferð. Lesa meira



Aldursflokkamet og 148 persónulegar bætingar á Góumóti Gaflarans.

Góumót Gaflarans fór fram í frjálsíþróttahöllinni í Kaplakrika í gær. Þátttaka á mótinu var mjög góð í yngri flokkum en eitthvað var um forföll vegna veikinda í karla- og kvennaflokki. Heildarfjöldi skráðra keppenda var 179. Góður árangur náðist í mörgum greinum og persónulegar bætingar voru 148. Veitt voru verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin auk þess sem 50 heppnir þátttakendur fóru heim með páskaegg sem Sælgætisgerðin Góa gaf, en eggin voru veitt í útdráttarverðlaun.
Eitt aldursflokkamet var sett á mótinu í flokki 15 ára stúlkna þegar Þórdís Eva Steinsdóttir hljóp 60m grind í kvennaflokki á 9,26s. Þórdís Eva átti einnig góðar tilraunir nýtt aldursflokkamet í hástökki, 1,72m eftir að hafa stokkið 1,65m.
Frjálsíþróttadeild FH þakkar styrktaraðilum, keppendum og þeim mikla fjölda starfsmanna sem komu að mótinu á einn eða annan hátt fyrir skemmtilegt mót.

Úrslit frá mótinu má finna hér http://46.149.29.198/motfri


FH bikarmeistari í frjálsum í flokki 15. ára og yngri

1.3.2015
Lið FH varð bikarmeistari í frjálsum í flokki 15. ára og yngri en keppnin var nú haldin um helgina í fyrsta skipti. Sjö lið tóku þátt að þessu sinni og var lið FH í hörkukeppni við lið ÍR alla keppnina. Fór svo að FH-ingar sigrðu með tveggja stiga mun.
Það var sterk liðsheild sem skilaði titlinum í hús en sigrar unnust í þreimur greinum. Þórdís Eva Steinsdóttir sigraði í 60m grind og 400m hlaupi og Guðný Sigurðardóttir sigraði í kúluvarpi. Auk þess var til undantekninga ef FH-ingar voru að lenda neðar en í 3. sæti. Framtíðin svo sannarlega björt hjá FH og má þakka góðum þjálfurum og frábærri aðstöðu þennan árangur.

Bikarkeppni FRÍ Innanhúss 2015

1.3.2015
Keppni í Bikarkeppni FRI fór fram í frjálsíþróttahöllinni í Kaplakrika á laugardag. Mótið fór vel fram og var það mál manna að það hefði verið það skemmtilegasta í mörg ár. Keppt var í 12 greinum í karlaflokki og 12 greinum í kvennaflokki. FH-ingar mættu með sitt sterkasta lið sem röðuðu sér framarlega í öllum greinum. Liðið hafnaði í öðru sæti í stigakeppni karla og kvenna og einnig í samanlagðri stigakeppni á eftir ÍR. Karlaliðið sigraði í 5 greinum, varð fjórum sinnum í 2. sæti, einu sinni í 3. og 4. sæti. Kvennaliðið sigraði í þremur greinum, var þrisvar í 2. sæti , fjórum sinnum í 3. sæti og tvisvar 4. sæti. Mjög góður árangur náðist í mörgum greinum og mörg persónuleg met voru sett. Trausti Stefánsson sigraði í 400m hlaupi á nýju mótsmeti 47,62 sek sem er aðeins 3/100 frá gildandi íslandsmeti, en Trausti mun keppa á EM innanhúss sem fer fram í Prag næstu helgi. Ari Bragi Kárason sigraði í 60m og 200m hlaupi og Kristinn Torfason sigraði í langastökki og varð annar í þrístökki. Hjá kvennaliðinu sigraði Þórdís Eva Steinsdóttir í 800m hlaupi og í hástökki með 1,70m sem er jöfnun á mótsmeti, en þar bætti hún sig verulega og reyndi við nýtt aldursflokkamet en gildandi met er 1,71m. Arna Stefanía Guðmundsdóttir sigraði í 60m grindahlaupi og jafnaði sinn besta árangur 8,75 sek, Arna varð svo þriðja í 200m hlaupi. Að lokum bætti boðhlaupssveit kvenna aldursflokkametið í 4x200m boðhlaupi í flokki 20-22 ára með tímann 1:40,27 mín en sveitina skipuðu Melkorka Rán Hafliðadóttir, Arna Stefanía Guðmundsdóttir, Guðbjörg Bjarkadóttir, Þórdís Eva Steinsdóttir.


FH Íslandsmeistarar félagsliða í 15-22 ára flokki

24.2.2015
FH varð Íslandsmeistari félagsliða í frjálsum íþróttum á MÍ 15.-22. ára sem haldið var í Laugardalshöll dagana 21.-22. febrúar. Liðið sigraði síðast stigakeppnina árið 2003 og var sigurinn því langþráður. FH sigraði einnig í aldurflokkum drengja 16-17 ára og stúlkna 15 ára. Fjölmargir FH-ingar urðu Íslandsmeistarar og enn fleiri stigu á verðlaunapall eða bættu sinn persónulega árangur.
Flesta titla vann Þórdís Eva Steinsdóttir sem varð áttfaldur Íslandsmeistari næst þar á eftir komu Melkorka Rán Hafliðadóttir og Guðbjörg Bjarkadóttir sem urðu fjórfaldir Íslandsmeistarar. Kormákur Ari Hafliðason vann þrjá Íslandsmeistaratitla. Hilda Steinunn Egilsdóttir, Dagur Andri Einarsson og Daníel Einar Hauksson urðu Íslandsmeistara í tveimur greinum. Andrea Torfadóttir, Fannar Óli Friðleifsson, Arnaldur Þór Guðmundsson, Hilmar Örn Jónsson, Theódora Haraldsdóttir, Mist Tiganelli og Svala Sverrisdóttir urðu Íslandsmeistarar í einni grein.

Glæsilegur árangur hjá FH-liðinu sem vakti athygli á mótinu fyrir fjölmennan hóp keppenda og foreldra sem mættu til að hvetja sitt fólk.
Framtíðin svo sannarlega björt í frjálsum í Hafnarfirði.


Góður árangur á MÍ 11-14 ára

17.2.2015
Meistaramót 11-14 ára fór fram í Laugardalshöll 14-15 febrúar.
FH-ingar fjölmenntu á mótið með öflugan hóp keppenda.
Alls landaði FH 9 Íslandsmeistaratitlum og fjölda silfur- og bronsverðlauna. FH sigraði í stigakeppni í flokki 11 ára pilta með 90,50 stig og einnig með yfirburðum í stigakeppni 11 ára stúlkna með 103,5 stigum.
Með frjálsíþróttahöllinni og öflugum þjálfurum hefur iðkendafjöldi í þessum aldurshópum stóraukist síðast liðið ár og er ljóst að vinsældir frjálsra íþrótta eru að aukast til muna.

 


Aðalfundur frjálsíþróttadeildar FH 2015

Picture
Aðalfundur frjálsíþróttadeildar FH 2015 verður miðvikudaginn 11. febrúar kl. 19:00 í Kaplakrika Dagskrá aðalfunda deilda félagsins skal vera sem hér segir: Lesa meira



Íþróttamaður FH

Picture
Svein­björg Zoph­on­ías­dótt­ir var núna á gamlársdag út­nefnd íþróttamaður FH fyr­ir árið 2014, en  FH velur íþrótta­mann fé­lags­ins á þess­um degi. Svein­björg hlaut 5.723 stig í sjöþraut í  í sum­ar og náði næst­besta ár­angri ís­lenskr­ar konu í grein­inni, sem gef­ur 1043 stig sam­kvæmt alþjóðlegri stiga­töflu. 
Aðeins Íslands­met Helgu Mar­grét­ar er betra en ár­ang­ur Svein­bjarg­ar í þess­ari grein. Svein­björg varð Norður­landa­meist­ari í sjöþraut á ár­inu í flokki 20-22 ára og bætti hún sig í fimm grein­um sjöþraut­ar á ár­inu og var við bæt­ingu í hinum tveim­ur grein­un­um. Er hún vax­andi fjölþraut­ar­kona og má bú­ast við miklu af henni á næstu árum.
Hún náði mörgum stigum fyrir deildina í Bik­ar­keppni inn­an- og ut­an­húss og á MÍ utan- og inn­an­húss.  Svein­björg var í landsliði Íslands í ein­stak­lings­grein­um og fjölþraut­ar­grein­um á þessu ári.  Hún er í ólymp­íu­hópi Íslands vegna OL 2016.


Tvö aldursflokkamet voru sett á Coca Cola móti FH

Picture
Á 3. Jóla Coca Cola móti FH sem fór fram laugardaginn 20. desember var mikið um persónulegar bætingar hjá keppendum. Tvö aldursflokkamet voru sett í 4x200 m boðhlaupi. 16-17 ára piltarnir í FH bættu aldursflokkametið um tæpar 2 sek og hlupu þeir á 1:33,31 mín. Í sveitinni voru Ingþór Ingason, Arnaldur Þór Guðmundsson, Kormákur Ari Hafliðason og Dagur Andri Einarsson, eldra metið átti Breiðablik sett 2012. 15 ára stúlkurnar bættu met sem ÍR átti frá 2009 um 7/100 úr sek. Í sveitinni voru Hilda Steinunn Egilsdóttir, Guðbjörg Bjarkadóttir, Theodóra Haraldsdóttir og Þórdís Eva Steinsdóttir. Glæsilegur árangur hjá þessu efnilega íþróttafólki.

Íþrótta og viðurkenningarhátíð 2014

Picture
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar og íþrótta- og tómstundanefnd býður þér að verða við afhendingu viðurkenninga til hafnfirskra íþróttamanna, Íslandsmeistara, hópa Bikarmeistara, Norðurlandameistara og sérstakra afreka, ásamt vali á “Íþróttakarl og Íþróttakona Hafnarfjarðar”  og “Íþróttaliði ársins”  árinu 2014.


Afhendingin fer fram í íþróttahúsinu við Strandgötu þriðjudaginn 30. desember. 2014, kl. 18:00.


Tvö aldursflokkamet voru sett á Coca Cola móti FH

Picture
15 desember 2014
Tvö aldursflokkamet voru sett í 300m hlaupi á Coca Cola móti FH sem fór fram mánudaginn 15. desember. Kormákur Ari Hafliðason hljóp 300m á 36,58 sek og bætti met Gunnars Guðmundssonar úr ÍR um 11/100 frá 2012 í flokki 16-17 ára pilta. Hinrik Snær Steinsson setti aldurflokkamet í flokki 14 ára pilta þegar hann hljóp á 39,02 sek og bætti met Stefáns Brodda Sigvaldasonar úr UFA um 2,32 sek. Hinrik Snær er aðeins tæpa hálfa sek frá aldursflokkametinu í 15 ár flokki pilta.  Á sama móti hljóp Melkorka Rán Hafliðadóttir tvíburasystir Kormáks 300m á 41,65 sem er persónulegt met og 9. besti tími konu í þessari grein innanhúss. Í kúluvarpi kvenna sigraði Guðný Sigurðardóttir FH með kast upp á 9,46 m en hún er aðeins 14 ára og er árangurinn sá fimmti besti með 4 kg kúlu í aldursflokknum.

Góður árangur á öðru Coca Cola móti FH

Picture
12 desember 2014
Á öðru Jóla Coca Cola móti FH í gær, náði Ari Bragi Kárason frábærum árangri í 60 m hl innanhúss þegar hann hljóp keppnislaus á tímanum 6,94 sek, sem er besti árangur Íslendings á þessu ári. Hilda Steinunn Egilsdóttir bætti sinn besta árangur í stangarstökki þegar hún stökk í fyrsta skipti yfir 3,00 m. Keppendur voru almennt að bæta sinn besta árangur í mörgum                               greinum á mótinu. Nánari úrslit má sjá hér.


Þórdís Eva með met í þrístökki

Picture
5 desember 2014
Þórdís Eva Steinsdóttir bætti aldursflokkamet í þrístökki, í 14 ára flokki, á 1. Jóla Coca Cola móti FH í gærkvöldi í Frjálsíþróttahúsinu í Kaplakrika. Þórdís Eva stökk 11,38 m og bætti aldursflokkamet Örnu Stefaníu Guðmundsdóttur frá 2009 um 5 cm.



Góður árangur á Coca Cola mótum FH

Picture
3 nóvember 2014
Ný frjálsíþróttahöll FH er vel nýtt til mótahalds og æfinga en framundan eru nokkur mót í desember og má búast við góðum árangri ungra FH-inga sem hafa verið duglegir við æfingar.
Á Coca Cola móti sem fram fór í höllinni í gær setti Þórdís Eva Steinsdóttir ný aldursflokkamet í 1500m hlaupi í flokki 14 ára og 15 ára stúlkna. Tíminn var 4:43,23 mín sem var 5 sek bæting á 14 ára metinu og 0,5sek bæting á 15 ára metinu sem bæði voru í eigu Anítu Hinriksdóttur úr ÍR. Þess má geta að Þórdís Eva hefur verið iðin við að setja met á árinu og eru þau orðin hátt í 40 talsins. Samhliða innanhússmótunum Lesa meira


Mót í desember

Picture
Frjálsíþróttadeild FH mun halda fjögur mót í desember. Nánari upplýsingar er hægt að fá með því að fara á flipann "Viðburðardagatal" hérna á síðunni.


Flottar umfjallanir um frjálsíþróttadeild FH

Picture
Í dag,21 nóvember, birtust flottar umfjallanir um frjálsíþróttadeild FH bæði í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu. Hægt er að lesa þessar greinar með því að smella á viðkomandi hlekki. 
Fréttablaðið - Morgunblaðið


Fjórir öflugir landsliðsmenn hafa á síðustu vikum gengið til liðs við Frjálsíþróttadeild FH

Hilmar Örn
Ramon
Ari Bragi
Arna Stefanía
Hilmar Örn Jónsson er einn efnilegasti sleggjukastari á Íslandi og í heiminum í dag. Hilmar Örn sem æft hefur í Kaplakrika undir dyggri leiðsögn Eggerts Bogasonar undanfarin ár er núverandi Íslandsmethafi í öllum yngri aldursflokkum í sleggjukasti og á þessu ári hefur hann sett mörg Íslandsmet í flokki pilta 18-19 ára með bæði 7,25 kg og 6 kg sleggju. Lesa meira 

Gaflarinn

Picture
Gaflarinn verður haldinn í glæsilegri innanhúss aðstöðu í Kaplakrika laugardaginn 25 október. Mótið er fyrir 10-15 ára. Boðsbréf er hægt að nálgast hér.


Mímir er efni í Stórkastara

Picture
Mímir Sigurðsson 15 ára FHingur er að gera harða atlögu að Aldursflokkameti í 15 ára flokki í kringlukasti. Hann kastaði 1 kg kringlunni 58,00 m á Coca Cola móti, fimmtudaginn 25. september í Kaplakrika. bAldursflokkametið á Vésteinn Hafsteinsson HSK frá því gamlársdag 1975, metið er  58,04 m.
Mímir hefur aðeins æft kringlukast í rúma 3 mánuði, hans fyrsta kringlukastsæfing var 15. júní á þessu ári.

Foreldrafundur



Picture
Foreldrafundur barna og unglingastarfs(11-16ára) var haldinn í Kaplakrika miðvikudaginn 10 september. Mæting var mjög góð og gaman að sjá áhuga foreldra á starfi deildarinnar. Glærur af fundinum má nálgast hér.


FH stúlkur bikarmeistarar 15 ára og yngri og settu íslandsmet í 1000m boðhlaupi

Picture
Bikarkeppni FRÍ 15 ára og yngri í frjálsum íþróttum fór fram á Varmárvelli Mosfellsbæ sunnudaginn 24. ágúst sl. FH stúlkur urðu bikarmeistarar 15 ára og yngri eftir harða keppni við stúlknalið ÍR. Stúlkurnar vörðu titil sinn frá síðasta ári.
Lesa meira

Picture

Æfingar yngri flokka að hefjast

Picture
Æfingar yngri flokka hefjast mánudaginn 25 ágúst skv æfingatöflu, sem er hægt að nálgast hér.


Þórdís Eva með íslandsmet í 300m grindarhlaupi

Picture
Þórdís Eva Steinsdóttir bætti Íslandsmet í kvennaflokki í 300 m grindahlaupi á föstudaginn, þegar hún sigraði í 15 ára flokki í 300 m grindarhlaupi. Hún hljóp á tímanum 43,50 sek, eldra metið átti Stefanía Valdimarsdóttir Breiðabliki sem var 43,78 sek frá 2010. Þetta er einnig aldursflokkamet í flokkum 14 ára - 22 ára. Lesa meira


Sveinbjörg Norðurlandameistari í sjöþraut

Picture
Sveinbjörg Zophoníasdóttir var nokkuð öruggur sigurvegari í sjöþraut í flokki 20-22 ára á Norðurlandameistaramóti unglinga í fjölþrautum sem fram fór um helgina í Kópavogi. Hún vann þrjár greinar af sjö og varð önnur í öðrum þremur og bætti sinn árangur í sex af sjö greinum keppninnar. Staða hennar var sú að þó hún hefði sleppt 800 m sem er síðasta greinin, hefði hún aldrei orðið neðar en í 2. sæti. Lesa meira



Íslandsmet í 600 m hlaupi

Þórdís Eva Steinsdóttir
Á 7. Coca Cola móti FH utanhúss í Kaplakrika 7 júní sl bætti Þórdís Eva Steinsdóttir Íslandsmetið í 600 m hlaupi, þegar hún hljóp á tímanum 1:32,71 mín. Jafnframt er þetta aldursflokkamet frá 14 ára að 22 ára.
Glæsilegur árangur hjá Þórdísi sem á framtíðina fyrir sér.


Víðavangshlaup Hafnarfjarðar-úrslit

Picture
Víðavangshlaup Hafnarfjarðar fór fram á sumadaginn fyrsta, 24. apríl á Víðistaðatúni. Keppendur voru vel yfir fimmhundruð í 14 flokkum, fjölmennast var í yngstu flokkunum. Reynir Hreinsson var fyrstur  í mark í  flokkum 15 ára og eldri karla. Sigrún Birna var fyrst í mark í flokkum 15 ára og eldri kvenna.
Gott veður var á meðan hlaupinu stóð, en nokkur vindur. Frjálsíþróttadeild FH sá um framkvæmd hlaupsins.Verðlaun voru gefin af Hafnarfjarðarbæ. Allir keppendur fengu verðlaunapeninga og fyrstu í mark í hverjum flokki fengu verðlaunabikara. Keppni var hörð og góð í öllum flokkum, fyrstu í hverjum flokki voru eftirtalin:Úrslit



Vigdís og Hilmar byrja glæsilega

Picture
Vigdís Jónsdóttir FH bætti Íslandsmetið í sleggjukasti á Coca Cola móti FH í dag með kast i upp á 55,23 m og Hilmar Örn Jónsson ÍR bætti sinn persónulega árangur í sömu grein með 7,26 kg sleggjunni 67,34 m. Þetta er met í flokki 18-19 ára pilta. Hilmar bætti einnig piltametið í lóðkasti á sama móti 19,44 m.
Vígdís er greinilega í góðu formi og er að ná góðum tökum á tækninni, en hún átti fimm gild köst á mótinu öll yfir 52 metrum. Hún átti best áður 45,04 m frá því í október í fyrra. Þetta er því um 10 m bæting hjá henni. Fyrra met átti Sandra Pétursdóttir úr ÍR 54,19 m sett árið 2009.
Hilmar Örn bætti sig einnig gífurlega vel því hann átti 60,98 m frá því í ágúst í fyrra á sama velli. Úrslit af mótinu má sjá hér.


Stórbæting og nýtt met hjá Þórdísi Evu

Picture
Þórdís Eva Steinsdóttir FH stórbætti sig í 800 m hlaup í gærkvöldi á móti í Laugardalshöllinni og setti hún glæsilegt met í flokki 14 ára stúlkna í hlaupinu. Hún kom í mark á tímanum 2:10,59 mín. og bætti eldra metið um tæpar 5 sek. Millitímar hennar í hlaupinu voru þessir: (32,14-31,49-33,99-32,97) Með þessum árangri er hún komin í sjötta sæti í 800 m hlaupi innanhúss í kvennaflokki.
Sveinbjörg Zophoníasardóttir úr FH bætti sig verulega í kúluvarpi á móti i síðustu viku, þegar hún varpaði kúlunni 14,33 m. Hún er er með 6. besta árangur í greininni frá upphafi, en móðir hennar Guðrún Ingólfsdóttir KR á metið í greininni 15,64 m innanhúss.
Frétt af síðu FRÍ.


Picture
Góður árangur á Íslandsmeistaramótinu í fjölþraut
Um síðustu helgi fór fram í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal Meistaramót Íslands í fjölþraut. Þrjár 14 ára stúlkur úr FH tóku þátt í fimmtarþraut í flokki 17 ára og yngri, þær Gréta Örk Ingadóttir, Mist Tinganelli og Þórdís Eva Steinsdóttir.  
Lesa meira
f.v Mist, Þórdís, Gréta 


Picture
Aðalfundur frjálsíþróttadeildar FH verður haldinn þriðjudaginn 25 febrúar kl:19.00 í Kaplakrika. Við Hvetjum iðkendur til að mæta.


Picture
MÍ 11 – 14 ára innanhúss
Þórdís Eva fimmfaldur Íslandsmeistari og með Íslandsmet, 14 ára stúlkur Íslandsmeistarar og spennandi stigakeppni 

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum 11 – 14 ára fór fram 8. og 9. febrúar í Laugardalshöll í Reykjavík. FH-ingar voru sigursælir á mótinu og urðu Íslandsmeistarar í flokki 14 ára stúlkna, unnu samtals 10 einstaklingstitla, 1 boðhlaupstitil og enduðu í þriðja sæti í heildarstigakeppninni eftir spennandi keppni við lið HSK/Selfoss og ÍR. Þórdís Eva Steinsdóttir setti Íslandsmet í 800m hlaupi 14 ára stúlkna hljóp á tímanum 2:15,41 mín. Lesa meira


Picture
Picture
Picture
Picture
Picture

Nora skráningakerfi, niðurgreiðslur

Picture

Heimasíða 13-14 ára
Powered by Create your own unique website with customizable templates.