FH Frjálsar
  • Heim
Frjálsíþróttanámskeið og leikjanámskeið sumar 2014.
Í  sumar verða haldin frjálsíþróttanámskeið og leikjanámskeið á vegum frjálsíþróttadeildar FH.
Námskeiðin verða haldin á frjálsíþróttavellinum og í frjálsíþróttahúsinu í Kaplakrika.
Frjálsíþróttanámskeiðin eru fyrir 6-10 ára (fædd 2004-2008)
Tími: Mánudaga-föstudaga kl. 13:00-16:00, eða kl. 9:00-12:00
Boðið er upp á gæslu eftir hádegi kl. 16:00-17:00 fyrir þá sem vilja. 
Á námskeiðunum eru hinar ólíku greinar frjálsíþrótta teknar fyrir, svo sem langstökk, hástökk, kúluvarp, boltakast og spretthlaup ásamt því að farið verður í leiki tengda íþróttum. Námskeiðin verða í frjálsíþróttahúsinu, þegar veður er ekki gott.
Í lok hvers námskeiðs verður pizzuveisla og allir fá viðurkenningu.
Stefnan er tekin á nokkur frjálsíþróttamót fyrir þennan aldurshóp: Annað hvort námskeiðamót eða stærri mót svo sem 17. júní mót FH.
Börnin eiga að koma með nesti en lögð er áhersla á að þau komi með hollan mat svo sem ávexti, grænmeti, mjólkurmat (skyr) og holla drykki.
Námskeiðin verða haldin: 
1. námskeið     10. júní -20. júní - 9:00-12:00
2. námskeið     10. júní -20. júní – 13:00-16:00
3. námskeið     23. júní -4. júlí – 9:00-12:00
4. námskeið     23. júní -4. júlí – 13:00-16:00
5. námskeið     5. ágúst -15. ágúst – 13:00-16:00

Námskeiðsgjald er 7.000 kr. Systkinaafsláttur fyrsta barn greiðir fullt gjald, önnur greiða 4000 kr.
Skráning fer fram á heimasíðu félagsins www.fh.is/frjalsar  og á síðunni http://www.fhfrjalsar.net/
Einnig er hægt að skrá börnin á staðnum í upphafi hvers námskeiðs.
Upplýsingar veita: María Kristín Gröndal, farsími 697 7990, póstur: mariakristing@gmail.com 
og Álfrún Ýr Björnsdóttir, farsími 847 7273, póstur alfrun09@gmail.com

Powered by Create your own unique website with customizable templates.