FH Frjálsar
  • Heim
Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum 11 – 14 ára fór fram 8. og 9. febrúar í Laugardalshöll í Reykjavík. FH-ingar voru sigursælir á mótinu og urðu Íslandsmeistarar í flokki 14 ára stúlkna, unnu samtals 10 einstaklingstitla, 1 boðhlaupstitil og enduðu í þriðja sæti í heildarstigakeppninni eftir spennandi keppni við lið HSK/Selfoss og ÍR. Þórdís Eva Steinsdóttir setti Íslandsmet í 800m hlaupi 14 ára stúlkna hljóp á tímanum 2:15,41 mín. Í flokki 11 ára stráka sigraði Dagur Már Oddsson í 60m hlaupi á tímanum 8,83 sek og 4x200m boðhlaupssveit varð í öðru sæti. Í flokki 11 ára stúlkna sigraði Jana Sól Valdimarsdóttir í langstökki stökk 4,30m, sigraði í 800m  hlaupi á tímanum 2:45,21 mín, varð önnur í hástökki stökk 1,31m og varð þriðja í 60m hlaupi á tímanum 9,63 sek. Klara Mist Karlsdóttir varð þriðja í 800m hlaupi á tímanum 2:59,88 mín. 4x200m boðhlaupssveit varð í öðru sæti. Í flokki 12 ára stúlkna varð Birgitta Rún Árnadóttir í öðru sæti í langstökki stökk 4,22m, varð í öðru sæti í 60m hlaupi á tímanum 9,0 sek, Kolka Magnúsdóttir varð í þriðja sæti í 60m hlaupi einnig á tímanum 9,0 sek. 4x200m boðhlaupssveit varð í öðru sæti. Í flokki 12 ára stráka varð Benjamín Jafet Sigurðsson í þriðja sæti í hástökki stökk 1,45m. Í flokki 13 ára stúlkna sigraði María Kristjana Gunnarsdóttir Smith í hástökki stökk 1,48m, Hekla Sif Þórsdóttir var önnur til fjórða í hástökki stökk 1,41m. Selma Dröfn Fjölnisdóttir varð þriðja í 60m hlaupi á tímanum 8,93 sek. Matthildur Dís Sigurjónsdóttir sigraði í kúluvarpi varpaði 11,63m. Í flokki 13 ára stráka varð Arnór Ingi Kristinsson þriðji í kúluvarpi varpaði 9,27m, varð þriðji í 60m grindahlaupi á tímanum 10,64 sek. Gunnar Bergmann Sigmarsson varð annar í 800m hlaupi á tímanum 2:34,90 mín. 4x200m boðhlaupssveit varð í öðru sæti. Í flokki 14 ára pilta varð Hinrik Snær Steinsson annar í 800m hlaupi á tímanum 2:24,74 mín, varð annar í 60m grindahlaupi á tímanum 10,43 sek, varð þriðji í langstökki stökk 4,78m. Í flokki 14 ára stúlkna sigraði Þórdís Eva Steinsdóttir í hástökki stökk 1,56m, sigraði í 60m hlaupi á tímanum 8,23 sek, sigraði í 800m hlaupi á tímanum 2:15,41 mín sem er Íslandsmet hjá 14 ára stúlkum, sigraði í langstökki stökk 5,35m, sigraði í 60m grindahlaupi á tímanum 9,73 sek. Birgitta Þóra Birgisdóttir varð í öðru sæti í hástökki stökk 1,46m. Í 4x200m boðhlaupi sigraði A-sveit, B-sveit varð í þriðja sæti og C-sveit í sjötta sæti. 14 ára stúlkur urðu Íslandsmeistarar félagsliða. Tíu fyrstu í hverjum flokki fengu stig í keppninni og enduðu margir FH-ingar á topp tíu.

Powered by Create your own unique website with customizable templates.