FH Frjálsar
  • Heim
Um síðustu helgi fór fram í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal Meistaramót Íslands í fjölþraut. Þrjár 14 ára stúlkur úr FH tóku þátt í fimmtarþraut í flokki 17 ára og yngri, þær Gréta Örk Ingadóttir, Mist Tinganelli og Þórdís Eva Steinsdóttir. Fimmtarþraut er keppni í fimm greinum sem allar fara fram sama dag á rúmum 4 klst., þ.e. 60m grindahlaup, hástökk, kúluvarp, langstökk og 800m, í þessari röð. Þetta var fyrsta fjölþrautarmótið hjá þessum stúlkum sem allar náðu mjög góðum árangri sem lofar mjög góðu um framtíðina. Endanleg stigatala Þórdísar Evu var 3421 stig sem var bæting á Íslandsmetinu í fimmtarþraut í 14 ára og 15 ára flokki og sigraði hún jafnframt í flokknum.

Árangur stúlknanna í greinunum fimm var eftirfarandi (árangur/stig fyrir hverja grein):

Þórdís Eva Steinsdóttir:
09,39/830 - 1,56/689 - 9,02/465 - 5,09/584 - 2:17,88/853 ). Samtals 3421 stig

Mist Tinganelli:
10,73/582 - 1,44/555 - 6,91/329 - 4,17/347 - 2:52,67/436 ). Samtals 2249 stig

Gréta Örk Ingadóttir:
10,77/575 - 1,26/369 - 7,72/381 - 4,28/374 - 3:04,02/329 ). Samtals 2028 stig

Powered by Create your own unique website with customizable templates.