FH Frjálsar
  • Heim

FH-ingar á Smáþjóðaleikunum 

Fimmtán FH-ingar kepptu á Smáþjóðaleikunum sem fram fóru dagana 1-6. júní á Laugardalsvelli. Veðrið hafði talsverð áhrif á árangur keppenda þar sem mikið rok var fyrsta keppnisdaginn og lofthiti ekki mikill alla dagana. Þrátt fyrir það sýndu FH-ingarnir að æfingar undanfarna mánuði eru að skila sér og stóðu allir keppendur undir þeim væntingum sem gerðar voru til þeirra.  Fjórir FH-ingar stóðu uppi sem sigurvegarar í sínum greinum, fjórir nældu sér í silfurverðlaun, og  fjórir urðu í 3. sæti, auk þess sem tveir Arna Stefanía og Stefán Velemir náðu lágmarki á EM U23. Eftirfarandi kepptu á mótinu:
 Arna Stefanía Guðmundsdóttir sigraði í 400m grindahlaupi á tímanum 60,77s sem er persónuleg bæting, varð önnur í 100m grindahlaupi á tímanum 14,09s (+1.4) sem einnig er persónuleg bæting, varð 5. í 100m hlaupi á tímanum 12,14 (+2.4). Með árangrinum í 100m grindahlaupi tryggði Arna Stefanía sér þátttökurétt á EM U23 ára sem fram fer síðar í sumar.

·         Þórdís Eva Steinsdóttir sigraði í 400m hlaupi á 55,72s.

·         Vigdís Jónsdóttir varð önnur í sleggjukasti með 55,40m.

·         Kristín Karlsdóttir varð í 3. sæti í kringlukasti með kast upp á 36,64m.

·         Arna Stefanía Guðmundsdóttir hljóp í sigursveit Íslands í 4x100m boðhlaupi en sveitin hljóp á 46,62s.

·         Þórdís Eva Steinsdóttir og Arna Stefanía hlupu svo í sigursveit Íslands í 4x400m boðhlaupi á tímanum 3:44,31m.

·         Guðbjörg Bjarkadóttir var varamanneskja í 4x100m boðhlaupi.

·         Melkorka Rán Hafliðadóttir var varamanneskja í 4x400m boðhlaupi.

·         Kristinn Torfason sigraði í langstökki með stökk upp á 7,24m (+0.2)

·         Ari Bragi Kárason varð þriðji í 100m hlaupi á tímanum 10,76s (+2.3)

·         Stefán Velemir varð þriðji í kúluvarpi með 17,53m sem er í senn persónuleg bæting og lágmark á EM U23 sem fram fer síðar í                     sumar.

·         Örn Davíðsson sem kom inn í landsliðshópinn á síðustu stundu gerði sér lítið fyrir og varð þriðji með 68,15m.

·         Kormákur Ari Hafliðason varð 6. í 400m hlaupi á tímanum 50,76s

·         Guðmundur Heiðar Guðmundsson varð 4. í 110m grindahlaupi á 15,24s (+1.6). Guðmundur keppti einnig í 400m grindahlaupi þar                sem hann átti mjög gott hlaup en hrasaði á lokametrunum og náði því ekki að klára hlaupið.

·         Hilmar Örn Jónsson varð 5. í kringlukasti með 43,96m. 

·         Juan Ramon Borges Bosque varð 7. í 100m hlaupi á 11,01s (+2.3)

·         Juan Ramon Borges Bosque og Ari Bragi Kárason hlupu í 4x100m boðhlaupi. Sveitin varð í 2. sæti á tímanum 42,01s.

·         Trausti Stefánsson hljóp í 4x400m boðhlaupssveit karla sem sigraði á tímanum 3:17,06m.

·         Þórarinn Örn Þrándarson var einnig valinn í landsliðið en þurfti að draga sig út úr því vegna veikinda.

Annar yfirþjálfara á mótinu var Ragnheiður Ólafsdóttir, Einar Þór Einarsson sá um þjálfun á boðhlaupssveitum og Súsanna Helgadóttir var liðsstjóri kvennaliðsins.

Powered by Create your own unique website with customizable templates.